- Um síðuna
Velkomin á Íslensku eldfjallavefsjána
Íslenskar eldstöðvar –gossaga, einkenni og náttúruvá



Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um virkar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins, á bæði íslensku og ensku. Í gegnum eldfjallavefsjána geta viðbragðs- og hagsmunaaðilar nálgast ítarlegar upplýsingar um virkni og hegðun íslenskra eldstöðva og fjöldann allan af kortum
Eldfjallavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra með aðkomu fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga sem hafa lagt verkefninu lið.
Gerð vefsíðunnar, og samantekt þess efnis sem á henni er, var að stórum hluta styrkt af Alþjóðaflugmálastofnuninni með aðkomu frá verkefnunum GOSVÁ og FUTUREVOLC (2012-2016; frekari upplýsingar á ensku má nálgast hér). Þýðing efnis vefsíðunnar á íslensku var styrkt af Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur (HÍ), sem styrkir málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu, og af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Miracle ehf. og Samsýn ehf. sáu um hönnun gagnagrunna og vefsíðu.
Hvernig á að nota Íslensku eldfjallavefsjána (á ensku)
Ritstjórar, höfundar og samstarfsaðilar